Allir eru þeir sekir

Punktar

Nokkrir valinkunnir lagatæknar eru haldnir þeirri egósentrík, að samfélagið snúist kringum lagatækni. Einn sagði í sjónvarpi, að lagaþrætur væru æðsta stig samfélagsins. Hópurinn hefur kynnt sérstöðu sína. Því er til að svara, að samfélagið er ekki áhorfandi að meintri þungamiðju réttarhalda. Lög segja menn ekki seka, fyrr en þeir hafa verið dæmdir. En samfélaginu varðar ekkert um það frekar en því þóknast. Það ræðir helztu skjólstæðinga hinna kunnu lagatækna. Þar á meðal gerir Kastljós það. Eins mikið og okkur öllum sýnist. Samfélagið hefur málfrelsi og getur sagt hvern sem er sekan hvenær sem er.