Evrópsk stefnuskrá mín

Punktar

Ég er erfingi grískrar menningar og rómversks skipulags. Erfingi kaþólsku og lútersku. Erfingi frönsku byltingarinnar og brezku iðnvæðingarinnar. Erfingi kapítalisma og kommúnisma, einkaframtaks og velferðar, Rínar og Dónár. Ég er sigldur, ekki lagatæknir úr öskustó. Styð sameiningu álfunnar og arfsins í eitt Evrópusamband. Vil veg þess sem mestan. Vona, að það þétti raðirnar og komi á samræmdum vilja í ríkisfjármálum og bankamálum. Þoli ekki íslenzku lúðana í pólitík, dómstólum og embættum, viðskiptum, fjármálum. Vil, að við fórnum hluta af fullveldi okkar og öðlumst aukinn hlut í evrópska arfinum.