Orðinn afhuga stjörnum Michelin. Eru úreltar, fela í sér hvíta borðdúka og sérhæfða vínþjóna, sem reynast mér gagnslitlir. Eru þar að auki hallar undir flókna og gamaldags matreiðslu franska. Í verði stjörnustaða felast því ýmis atriði, sem ekki magna ánægju fólks af að borða úti. Meira vit er í nýjung; haus Michelin-karlsins, sem veittur er þeim, sem bjóða frábæra matreiðslu á hóflegu verði. Með þeirri einkunn færist Michelin nær óskum nútímafólks, sem hefur lítinn áhuga á formfestu. Sumpart fyrir áhrif frá Bandaríkjunum, þar sem veitingahúsalíf hefur löngum verið frjálslegra og slakara en í Evrópu.