Stóri lífeyrisskandallinn

Punktar

Fæstir hafa mikið upp úr greiðslum til lífeyrissjóða. Þeir, sem ekki safna í lífeyrissjóði, fá ellilífeyri frá Tryggingastofnun. Í mörgum tilvikum er hann jafnhár eða hærri en sá, sem menn vinna sér inn með framlögum sínum. Þeir, sem vinna sér inn ellilífeyri, tapa jafnmiklum lífeyri frá ríkinu. Af þessu er ljóst, að söfnun lífeyris í sérstökum sjóðum er að flestu leyti til lítils. Enda verja verkalýðsrekendur ekki hagsmuni sjóðfélaga, heldur verja þeir eigin hagsmuni í stjórnum sjóðanna. Lífeyrissjóðakerfið er einn mesti skandall í samfélagi, þar sem óvenjulega mikil samkeppni er milli skandala.