Hefði kosið að sjá Ólínu Þorvarðardóttur í ráðherrastól sjávarútvegs. Samt er Steingrímur J Sigfússon þungavigt, sem getur komið á óvart. Jón Bjarnason feilaði feitt, þegar hann setti kosningaloforð beggja stjórnarflokkanna í uppnám. Í kosningunum gerðu þjóðin og ríkisstjórnin sátt. Því þurfti ekki sérstaka sátt við kvótagreifa. Jón reyndi samt nýja sátt við þá, sem aldrei skyldi verið hafa. Málið snýst ekki um sátt stjórnarinnar við kvótagreifa, heldur um fyrri sátt hennar við þjóðina um fyrningu kvótans. Það eina, sem eftir stóð, var tímalengd fyrningarinnar. Kannski fattar Steingrímur þetta.