Nýja jafnvægisleysið

Punktar

Heimurinn er að verða ótryggari með hverju árinu. Sú snögga breyting hefur orðið á valdajafnvæginu, að Bandaríkin eru ekki lengur löggan, Ríki leita ekki lengur skjóls undir bandarískri regnhlíf. Bandaríkin eru að vísu enn Hið mikla herveldi. En ríki lúta ekki lengur aga þess. Bandaríkin eru orðin næsta áhrifalítil í Miðausturlöndum. Stefnan beið ósigur í Írak, Afganistan, Pakistan. Áhrif Bandaríkjanna jukust ekki við byltingar í Túnis, Egyptalandi og Líbýu. Og siðferðisforustu hafa Bandaríkin glatað. Þau eru jú úti á jaðri Vesturlanda. Munu ekki fá Nató eða Evrópu til fylgis við sig í næsta stríði.