Yfirstéttargaurinn

Punktar

Ekki mundi ég segja, að Karl Sigurbjörnsson sé þjóðarsmán. En hann predikar illa og einkennilega, einkum þó yfirstéttarlega. Djúp er samúð hans í garð yfirstéttargaura, sem koma sér í hremmingar eins og hann sjálfur. Sé ákæra Alþingis á hendur Geir H. Haarde þjóðarsmán, þá er stóra sannleiksskýrslan um hrunið einnig þjóðarsmán. Þar var nefnilega lagt til, að kært yrði. Biskupinn hefur ekki sams konar samúð í garð þjóðarinnar. Hún hefur mátt mikið þola af yfirstéttargaurum á borð við biskupa og ráðherra. Biskupinn er slíkur gaur, sem hefur nú staðsett sig í pólitík. Það var ekki seinna vænna.