Lítt breyttur skuldavandi

Punktar

Gunnar Smári Egilsson birtir skemmtilega og einfalda útreikninga á fésbók sinni. Þeir fjalla um skuldavanda heimilanna árin 2004 og 2011. Niðurstaða allra útreikninganna er, að skuldavandinn sé að mestu kerfislægur og hafi verið til fyrir hrun. Oft sýnast um 90% hans vera gamalgróin og aðeins 10% af völdum hrunsins. Aðgerðir til að minnka skuldavandann hafa því leitt til þess, að hann er árið 2011 kominn niður í nálægð við það, sem hann var 2004. Munurinn er þó sá, að nú er hann umtalað vandamál, en var talinn eðlilegur í þá daga. Slíkar upplýsingar ættu að geta aðstoðað við meðferð vandans núna.