Skuldsetning er gömul

Punktar

Frá innreið krítarkorta og 80-90% húsnæðislána hefur helmingur íslenzkra heimila verið of skuldsettur. Svo skuldsettur, að hann á erfitt með að ná endum saman. Það er ekkert nýtt, þurfti ekki hrun til. Ný er bara sú skoðun, að skattgreiðendum og ríkinu beri að gera eitthvað í málinu. Mjög lítill minnihluti heimila er þó svo skuldsettur, að til vandræða megi teljast. Það tengist einkum fyrirvinnum á fertugsaldri og sextugsaldri. Tvær eyðslufrekar kynslóðir skulda lungann úr ruglinu. Þær keyptu sér of stórt húsnæði og alls konar dót upp á krít. Stofnuðu síðan hagsmunasamtök 400 fermetra heimila.