Héraðsdómarar senda rugluð skilaboð til þjóðarinnar. Dómar eru kveðnir upp án meðvitundar um neitt siðferði. Einn daginn féfletta dómarar fólk fyrir að tala um fjölskylduna í Aratúni. Sama daginn sleppur maður með skilorð fyrir að beita fólk líkamlegu ofbeldi. Það er ekki fyrr en komið er upp í nauðgun, að refsing fyrir gerðir jafnast á við refsingu fyrir orð. Samkvæmt þessu eru orð verri en gerðir. Þetta er þvílíkt rugl. Dómarar hafa ekki samráð sín í milli um þyngd dóma eftir tilefni þeirra. Þeir láta eins og kófdrukknir menn að kasta pílu í skífu. Úrskurða svo eftir því, hvar hún lendir á skífunni.