Þá höfum við það svart á hvítu. Fullyrðingar hagsmunaaðilanna um hagkvæmni Vaðlaheiðarganga voru rangar í nánast öllum atriðum. Göngin munu ekki standa undir sér og munu kosta skattgreiðendur milljarða. Umferðarspáin var ýkt, bæði vegna minni umferðar og vegna samkeppni Víkurskarðs. Veggjald mun því gefa minni tekjur. Framkvæmdir verða dýrari en áætlunin fullyrðir. Óháða skýrslan um Vaðlaheiðargöng segir líka, að vond hafi verið vinnubrögðin við undirbúninginn. Og að ríkið hafi ekki gætt hagsmuna sinna. Því er ljóst, að hér var í uppsiglingu glannaleg tilraun til að hafa fé af skattgreiðendum.