Hamast gegn sérfræði

Punktar

Vinstri grænir hafna sérfræði á sama hátt og hrunverjar. Ögmundur Jónasson hafnaði úrskurði Skipulagsstofnunar um þverun fjarða í Barðastrandasýslu. Sagði augljóst mál, að það hafi áhrif á umhverfið og breyti því á ýmsa lund, þegar ráðist sé í vegaframkvæmdir. Alveg eins og útúrsnúningar Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar um Kárahnjúka. Steingrímur J. Sigfússon staðfesti brottrekstur vísindamanns úr formennsku Hafró og skipun óvenjulega froðufellandi ofveiðisinna úr röðum kvótagreifa. Sú hafði sagt Hafró ógna sjávarútveginum. Vinstri grænir eru sami gerræðisflokkurinn og allir hinir.