Spyrja þarf Vilhjálm Bjarnason, hvort einhver auðugur skattgreiðandi hafi verið brenndur nýlega á báli. Hann líkir auðmannasköttum stjórnvalda við galdraofsóknir fyrri alda. Sú samlíking er engan veginn í lagi. Þótt hún hafi verið sett fram hjá Viðskiptaráði, sem frægt er að endemum. Ráðinu, sem pantaði og borgaði heimsfræga skýrslu Tryggva Þórs Herbertssonar og Frederic Mishkin um ágæti íslenzkra banka. Á vettvangi ráðsins kann að vera til siðs að bulla út í eitt. En Vilhjálmur smækkar við að fullyrða, að hér sæti fólk galdraofsóknum. Vonlegt er, að Björn Valur Gíslason efist um geðheilsu hans.