Þótt bankarnir skuldi enn rúma fimmtíu milljarða í uppgjöri við almenning, hjálpar það ekki skuldurum Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna. Sem keyptu ekki kröfur sínar fyrir slikk úr gömlu bönkunum. Að baki Íbúðalánasjóðs er ríkið. Og bak við ríkið eru annað hvort niðurskurður, svosem á Landsspítala, eða skattgreiðendur, sem eru lítt kátir. Að baki lífeyrissjóðanna alræmdu eru gamlingjar, sem eru sízt kátari. Spurning er, hvort Hagsmunasamtökum 400 fermetra heimila takist að fá hjálp forseta Íslands til að hafa peningana af Landsspítala, skattgreiðendum og gamlingjum. Þá verður sko fjör á Fróni.