Aldrei má redda bönkum

Punktar

Gjaldþrot Grikklands verður ekki hindrað, þegar Þjóðverjar eru farnir að heimta, að fjárlagagerð þess heyri undir Evrópusambandið. Grikkir geta ekki samþykkt slíkt. Tillagan endurspeglar uppgjöf Evrópu. Horfir á, að gríska kerfið lyftir ekki litla fingri til að efna loforð um aðhald í ríkisrekstri. Grikkland á að fá sitt gjaldþrot í friði. Ekki er í verkahring Þýzkalands eða Evrópusambandsins að gæta hagsmuna glannafenginna banka. Ég sé ekki, hvað það þurfi að koma Evrópu eða evru við, að Grikkland rúlli. Evrópu þarf að læra meira af þessari reynslu: Að hlaupa aldrei undir bagga með bönkum.