Niðurgreiddur lífeyrir

Punktar

Marinó G. Njálsson birtir athyglisvert blogg um, að þegar sé hafin tilfærsla fjármagns í lífeyrissjóðum frá ungum til gamalla. Uppsafnaður greiðslur nægi ekki fyrir útgreiðslum. Gamlingjarnir hafi árum saman fengið niðurgreiddan lífeyri. Og það séu hinir ungu, sem taki á sig skerðinguna. Þetta þarf að fá kannað betur. Þá er ég ekki að tala um Hagfræðistofnun háskólans eða aðra stofnun, sem enginn tekur mark á. Fremur einhverja óháða fræðinga, ef þeir fyrirfinnast. Sé þetta rétt hjá Marinó, hafa verkalýðsrekendur þagað yfir þessu eins og mannsmorði. Og auðvitað þarf þá að laga misréttið sem fyrst.