Blair-istar í þingliði

Punktar

Mér finnst óþægilegt, að sumir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lítinn áhuga á brýnustu umhverfismálum. Standa í vegi friðunar á ýmsum náttúruperlum, sem hagsmunaaðilar vilja virkja. Oftast eru þetta sömu þingmenn og þeir, sem sjá eftir samstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokkinn í hrunstjórninni. Kalla má þetta frjálshyggjuliðið í Samfylkingunni. Leifarnar af Blair-ismanum, sem hélt innreið sína í flokkinn með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Þingmenn þessir hafa ekki lært af reynslu hrunsins. Vissulega ber þó að þakka það, sem vel er gert. Við losnuðum við Árna Pál Árnason úr sessi bankaráðherra.