Sjóðstjórum sé fleygt út

Punktar

Skýrsla rannsóknarnefndar um lífeyrissjóðina segir mér, að forstjórar þeirra og stjórnarmenn létu sem snarbilaðir og augafullir árum saman. Töpuðu 479 milljörðum árin 2008-2010, meiru en sem nemur útgjöldum ríkisins þessi ár. Þetta voru peningar gamlingjana, sem þeir stálu og brenndu til agna. Allir eiga bófarnir að fara í fangelsi, en enginn hefur samt gert það enn. Þjóðin þarf að brjótast inn á kontórana, kasta þessum snarbiluðu og augafullu bófum út á stétt. Þeir hafa rústað lífeyriskerfi þjóðarinnar og þeim ber að sæta ábyrgð. Ef ónýta dómskerfið ræður ekki við þá, getur dómstóll götunnar það.