Sævar Gunnarsson segir, að Gæzlan þurfi fjórar þyrlur. Skýring hans er sú, að tvær þyrlur dugi ekki í 20 mílna flug frá ströndinni. Hvernig fjórar þyrlur geta flogið lengra en tvær þyrlur er skilningi mínum ofviða. Enda er Sævar einn af þessum gamalkunnu frekjudöllum verkalýðsrekenda, sem kann sér ekki hóf í málflutningi. Minnir á þá, sem vilja ekki bara, að ríkið fjarlægi brjóstastækkanir einkaframtaksins. Heimta þar á ofan nýjar stækkanir á okkar kostnað. Frekja og yfirgangur gefa tóninn í samfélaginu heilum þremur árum eftir hrun: “Ég um mig frá mér til mín” gætu verið einkunnarorð þjóðarinnar.