Skýrsla rannsóknarnefndar um lífeyrissjóðina sökkar. Er samin að frumkvæði lífeyrissjóðanna sjálfra og höll undir þá. Skautar framhjá spillingu þeirra. Til dæmis boðsferðum til útlanda og eftirfylgjandi aðild sjóðanna að grófum fjárglæfrum. Þannig spillingar er getið í skýrslu sannleiksnefndar Alþingis, svo að hún hefur tæpast farið framhjá sérpöntuðum skýrsluhöfundum sjóðanna. Þunnur hvítþvottur nefndarformannsins í Kastljósi gekk út á, að hugsanlega hafi sumar boðsferðir verið frambærilegar kynnisferðir. Enda sagði enginn lífeyrisbófi af sér í kjölfar skýrslunnar. Hvorki stjórar né stjórnarmenn.