Þegar skýrsla sannleiksnefndar Alþingi var birt almenningi, töldu margir, að uppgjörið við hrunið mundi takast. Framhaldið glutraðist hins vegar niður. Mestu máli skiptir, að þingmannanefndin, sem tók við málinu, var ekki starfi sínu vaxin. Mest er það Atla Gíslasyni nefndarformanni að kenna. Hefði átt að halda opna og gegnsæja fundi eins og hliðstæðar nefndir í Bandaríkjunum og Evrópu. En hún var leyndó og allt fór síðan á hvolf. Hitt bölið var, að sérstakur saksóknari stóð ekki við loforð um skjóta afgreiðslu hrunmála. Nú er komið langt yfir alla framlengda fresti og alls ekki bólar þaðan á neinu.