Góðborgaralega notalegt

Veitingar

Listasafnið á Hótel Holti er jafn góðborgaralegur og notalegur matstaður sem fyrri daginn. Mahóní í panil og lofti, risavaxin málverk þjóðfræg, teppi á gólfi, tónlist dauf. Kurteisir þjónar bera suðurfranska eldamennsku á borð, nýfranska klassík, toppinn á tilverunni. Lausa við stæla úr froðuvélum og köfnunarefniskútum. Sennilega er þetta of gamaldags fyrir unga fólkið og greifana úr bönkunum. Við prófuðum kræklingasúpu og andalundir, skötusel og tindabikkju. Allt var það milt kryddað og eðal-franskt, en þó vottaði fyrir austrænum engifer-stælum í öndinni. Einréttað á 2.900, tvíréttað á 3.200 kr.