Þótt ég skrifaði vel um Grillmarkaðinn í Nýja bíó, hafði ég fordóma um hann. Þar er nefnilega ekki fiskur dagsins. Þumalputtareglan segir mér, að slíkir hafi minni metnað en hinir. Samt fékk ég þar í hádegi fyrradags þann bezta hlýra, sem ég hef fengið. Hann var súrsætt leginn og grillaður, með blaðlauk og soja, aldeilis dásamlegur réttur. Við borðið voru einnig snædd grísarif og skelfisksúpa við góðan orðstír. Hlýrinn kostaði bara 1990 krónur og hinir réttirnir 1790 krónur, flott verð. Grillmarkaðurinn er nýtízku arkitektúr í óreiðustíl. Þétt setinn í hádeginu og með þungri tónlist fyrir hávaðafíkla.