Snorri Óskarsson safnaðarstjóri hefur ekki predikað trúarofstæki í skólanum, þar sem hann kennir á Akureyri. Ekki getur komið skólanum við, nemendum eða foreldrum, þótt hann fjalli utan vinnutíma um hugðarefni sín. Hann á að fá að flytja trúarofstæki í söfnuði sínum eða bloggi sínu. Þar á meðal andstöðu við samkynhneigð, með tilvísun í Gamla testamentið. Hann má segja hana vera synd. Nánast ævinlega stimplar félagslegur rétttrúnaður vondar skoðanir sem vanhæfar. Hreki rétttrúnaðurinn fólk úr starfi fyrir vondar skoðanir utan vinnutíma, gengur hann of langt. Æsingur út af trúmálum gengur út í öfgar.