Salat er forn fæða

Veitingar

Hrásalöt eins og við þekkjum þau í matreiðslu nútímans voru vinsæl í Hellas og Róm fornaldar. Notkunin minnkaði á miðöldum, nema í Miklagarði. Þaðan kom hefðin aftur til Evrópu á endurreisnartímanum. Bandaríkjamenn eiga heiðurinn af að gera grænt salat að sjálfsögðum þætti sérhverrar máltíðar. Áhrifin að vestan hafa aukið notkun hrásalats um alla Vestur-Evrópu, þar með á Íslandi. Frá upphafi hefur verið algengast að blanda saman ýmsu grænmeti og hella á það ólífuolíu og vínediki, svonefndri “vinaigrette” sósu. Hvarvetna mæla heilsuyfirvöld núna með stóraukinni neyzlu hrásalats í daglegu fæði okkar.