Framsókn var löngum leiðinlegur flokkur. Varð svo allt í einu óskiljanlegur, þegar Kögunarbarnið með silfurskeiðina varð formaður. Flokkurinn breyttist þá úr forpokun í æsing. Þar eru menn linnulaust uppi á háa C-i, jafnvel gegn málum, sem flokkurinn krafðist áður. Þá heimtaði Framsókn stjórnlagaþing og stjórnarskrá. Nú segir Kögunarbarnið, að þessi iðja feli í sér hvort tveggja í senn, fasisma og kommúnisma. Vigdís Hauksdóttir segir, að gærdagurinn sé svartur, því ákveðið var að kalla í stjórnlagaráð og ræða nýja stjórnarskrá. Vigdís er orðin fyrirferðarmeiri talsmaður flokksins en flokksformaðurinn.