Fátt bendir til, að fundizt hafi sársaukamörk benzínverðs. Fólk kaupir það eins og enginn sé morgundagurinn. Almenningur kaupir enn eyðslufreka bíla og fer helzt aldrei í strætó. Meðan svo er, má fullyrða, að benzínverð sé ekki of hátt, heldur of lágt. Benzín hækkar ört á heimsmarkaði og nýstárlegir orkugjafar þurfa hraðar að taka við. Ríkið má alls ekki ýta undir sóun á gjaldeyri í benzín. Flest bendir til, að drjúgt megi hækka benzínverð. Ríkið þarf meiri tekjur, strætó þarf fleiri kúnna, þjóðin þarf meiri afgang af dýrkeyptum gjaldeyri. Hækkið benzínið ítrekað, unz sársaukamörkin finnast.