Sykur í ávöxtum er náttúrulegur sykur eins og sykur í mjólkurvörum. Sé búið að pressa safann og setja hann í flöskur, eru trefjaefnin að mestu horfin. Þú getur þambað fjórar appelsínur í ávaxtasafa og líkaminn segir ekki stopp. Þú getur hins vegar tæpast borðað fjórar appelsínur án þess að líkaminn vari þig við. Þannig er öll verksmiðjuframleiðsla hættuleg, þótt hún auglýsi hreina og ómengaða afurð. Og sé mjólkurafurð sykruð, er verið að blekkja líkamann, sem áttar sig ekki á aukasykrinum. Hættulegastur er gervisykurinn, sem hefur nákvæmlega sömu svengdaraukandi áhrif og annar viðbættur sykur.