Geir var ekki friðaður

Punktar

Alþingi samþykkti í dag að vísa frá tillögu um friðun Geirs H. Haarde. Mál Alþingis gegn honum fer því áfram sína leið hjá saksóknara fyrir Landsdóm. Það þýðir vitnaleiðslur og útgáfu á skýrslum, sem almenningur fær aðgang að. Meðal annars fréttir fólk af mismunandi lýsingum vitna á atburðarás síðustu vikna fyrir hrun. Það verður mikilvægt atriði, þegar fólk gerir upp hug sinn til helztu manna, sem þar koma við sögu. Út um þúfur fór harðskeytt tilraun Sjálfstæðisflokksins og nokkurra þingmanna til að hindra þessa uppljóstrun. Þetta var góð niðurstaða fyrir þjóðina, en vond fyrir Bjarna Benediktsson.