Einyrki og einleikari

Punktar

Lilja Mósesdóttir er of léleg í mannlegum samskiptum og of einþykk í deilum um stefnu. Gat ekki haldið veðurfræðingnum inni. Sama sagan verður um annað fólk með sterka sjálfsvitund. Getur hins vegar safnað að sér aðdáendum. Þeir keppa ekki við hana í skoðunum eða skyggja á hana að öðru leyti. Lilja er fyrst og fremst einyrki og einleikari. Hefur fundið heppilega galdralausn á vandræðum íbúðaskuldara og getur keyrt á sjónhverfingunni í næstu kosningum. Ég hef ekki trú á, að henni endist 20% fylgi, en hún gæti halað inn fjóra þingmenn. Í þingflokki hennar mun þó samstaða ekki endast út heilt misseri.