Krónan er ónýtur gjaldmiðill og hefur alltaf verið það. Vísitölur eru ónýt aðferð við að samræma gengi krónunnar í dag við gengið í gær. Hvort tveggja er séríslenzk aðferð við að leysa eðlilega hagstjórn af hólmi. Óhjákvæmileg niðurstaða af krónu og vísitölu er verðbólga. Séríslenzkur vítahringur getur ekki komið í stað hagstjórnar. Séríslenzk hagspeki reyndist handónýt. Meðan við höfum krónu, vísitölu og verðbólgu verður ekki nein hagstjórn af viti. Við þurfum að leggja niður verðbólguna með því að afnema vísitölu-viðmiðin og krónuna. Getur tekið nokkurn tíma og þarf líklega að gerast í áföngum.