Löngu liðin er sú tíð, að stjórnmálaflokkar geti tekið sig saman um að finna forseta handa þjóðinni. Það var reynt með séra Bjarna og það gekk ekki upp. Þjóðin tekur ekki við fulltrúa kerfisins. Hún vill sinn eigin forseta. Fyrir þessu ætti að vera næg reynsla. Því lánast ekki Samfylkingunni og Vinstri grænum að finna forseta gegn Ólafi Ragnari. Og ekki lánast þessum flokkum að finna Rögnu Árnadóttir, fyrrum ráðherra. Þjóðin mun taka henni eins og einum af kerfiskörlunum. Frambjóðandi þjóðarinnar þarf að finnast í grasrótinni. Annars á hún engan séns. Látið því þjóðina í friði með leitina að henni.