Er Landsdómur prívatmál?

Punktar

Umgjörð þinghalds í Landsdómi er dómurum hans til háborinnar skammar. Um allan hinn vestræna heim væri slíkt þinghald opinbert í sjónvarpi. Hér er þinghaldið svo mikið leyndó, að sumir erlendir blaðamenn komast ekki inn. Allt, sem fólk fær að vita um vitnaleiðslur, er eftir lýsingum blaðamanna, sem ekki mega nota upptökutæki. Ekki er von, að þjóðin verði burðugur aðili að lýðræðinu, þegar dómarar haga sér svona. Afdalamennska er rétta orðið, en ofurheimska er annað orð, sem kemur upp í hugann. Hugsanlega telja dómarar, að vitnaleiðslur séu eins konar prívatmál milli sín og tilkvaddra vitna.