Leiksoppur örlaganna

Punktar

Fyrir Landsdómi talaði Geir H. Haarde í gær eins og leiksoppur örlaganna. Trúði öllu, sem honum var sagt í aðdraganda hrunsins. Enda voru bankastjórar allir valinkunnir sjálfstæðismenn. Geir gat ekki lagt saman tvo og tvo og flaut því sofandi að feigðarósi. Guðmundur Andri Thorsson lýsir málflutningi hans svona: “Vissi ekki, sá ekki, fattaði ekki, vildi ekki, gerði ekki – var ekki.” Eftir daginn skil ég betur sagnorðið “að haardera”. Lýsir verkfælni Geirs á örlagastundu. Spurning er svo, hvort vitni segja sömu sögu af skorti á starfsgetu. Og hversu refsivert er, að leiðtoginn sé leiksoppur örlaganna.