Ráðamenn þjóðarinnar og eftirlitsstofnana ríkisins litu árum saman “mjög alvarlegum augum” á stöðu og þróun bankanna. Starfsmenn Seðlabankans töldu bankana að falli komna árið 2005, þremur árum fyrir hrun. Davíð Oddsson var sama sinnis ári síðar. Skipuð var sérstök nefnd ráðuneytisstjóra, sem litu “mjög alvarlegum augum” á málin. Samt var gjaldeyri Seðlabankans spreðað í bankana og ríkið gert nánast gjaldþrota. Tinandi yfirstétt taldi “lagastoðir skorta” til að taka hendur úr vösum. Vitnin fyrir Landsdómi sýnast samfelld hjörð vesalinga, sem voru óhæfir til að gegna ábyrgðarstörfum fyrir þjóðina.