Yfirstétt stjórnmála, stjórnsýslu og eftirlits gerði árum saman ekkert til að lina yfirvofandi þjáningar þjóðarinnar í aðdraganda hrunsins. Í heil þrjú ár litu þeir “alvarlegum augum” á stöðuna. Sannfærðu hver annan um, að “ekkert væri hægt að gera”, því að “lagastoðir skorti” til að grípa inn í atburðarásina. Þetta var hið fullkomna ástand fyrir eftirlitslausa græðgi. Yfirstéttin öll brást þjóðinni eins og hún lagði sig. Húkti með hendur í skauti meðan tjónið hrannaðist upp og varð að risavöxnu skrímsli. Öll gamla yfirstéttin er ábyrg fyrir hamförunum, sem nú eru nefndar “svokallað hrun”.