Geir gat hindrað tjón

Punktar

Geir H. Haarde gat gert heilmikið til að lina þjáningar þjóðarinnar vegna hrunsins. Hann vissi um hrunið með nokkurra ára fyrirvara. Jafnvel þótt hann hefði ekki vaknað fyrr en í upphafi ársins 2008, hefði hann getað gert gagn. Hann hefði getað sleppt því að tryggja innistæður í sjóðum umfram skylduna. Hann hefði getað beðið leiðtoga lífs síns, Davíð Oddsson, um að sóa ekki gjaldeyri þjóðarinnar í viðskiptabankana. Davíð vissi þá þegar, að þeir voru nánast gjaldþrota. Geir hefði árið 2008 kannski ekki getað hindrað hrunið. En hefði getað minnkað tjónið í hruninu niður í brot af því, sem það varð.