Eigendur ríkisins eru þau 1%, sem hafa gögn og gæði landsins af þjóðinni. Þannig er staðan um allan hinn vestræna heim. Á frontinum er haft svonefnt lýðræði. Það er sniðug aðferð við að gera almenning ábyrgan fyrir öllu, sem aflaga fer. Ríkisstjórnir koma og fara og sumar lofa ýmsu upp í ermina á sér. En embættismenn og dómarar yfirstéttarinnar sitja sem fastast og gera það til dæmis enn á Íslandi. Hér hefur fátt breytzt við hrun. Ríkisstjórnin hróflar ekki við gerræðinu að tjaldabaki. Bankarnir fara sínu fram sem fyrr og ríkiseigendur halda áfram að vera ríkiseigendur bakvið lýðræðistjöldin.