Breyttar matreiðsluaðferðir

Veitingar

Kokkar ættu að skipta um matreiðsluaðferðir, ekki bara vegna offitu, heldur einnig vegna almennra heilsufarssjónarmiða. Slepptu djúpsteikingu og láttu pönnusteikingu víkja fyrir grillun, ofnbökun og gufusuðu, sem ekki kalla á olíu eða smjör. Jógúrt og kotasælu í staðinn fyrir sýrðan rjóma. Olíu í stað smjörs. Bakaðar eða gufusoðnar kartöflur í stað franskra. Mjólkurvörur með minnkaðri fitu í stað hinna hefðbundnu. Jógúrt eða kotasælu í staðinn fyrir majónes. Tærar súpur í stað hveitiblandaðra. Þunnt soð í stað þykkra sósa. Allt verndar þetta línur fólks og samræmist ráðlögðu mataræði nútímans.