Varúð: Flokkurinn kemur aftur

Punktar

Væri pólitíkus spurður í dag, hvort hann mundi vinna með bófaflokknum í ríkisstjórn, mundi hann segja nei. Meirihluti kjósenda getur ekki sætt sig við, að pólitískir bófar í afneitun komist að völdum. Og pólitíkusar hlusta á kjósendur fyrir kosningar. Eftir kosningar er allt annað uppi á teningnum. Eftir langt þref munu pólitíkusar þá sannfæra sig um, að ekki sé annað í mynztrinu en Flokkurinn. Hagsmunir líðandi stundar munu þá vega þyngra en loforð gefin fyrir kosningar. Þið sjáið dæmið af nýju samstarfi í Kópavogi. Pólitíkus var kosinn út á brottrekstur Flokksins og starfar nú með honum.