Poppaðir ömmuréttir

Veitingar

Skruppum á nýnorrænan Dill í Norræna húsinu í hádeginu í gær. Fengum hlýra á grænmeti á 2100 krónur og eplasalat á 1150 krónur. Hvort tveggja gott, varla þó eftir væntingum á slíkum toppstað. Einnig var hægt að fá súpu dagsins. Í hádeginu er Dill ódýr staður, sem býður þrjá poppaða ömmurétti. Matarlúxus er svo að kvöldi, þegar boðinn er einn matseðill á 7400 krónur, séu þrír réttir borðaðir, 8500 krónur, ef þeir eru fimm og 9500 krónur, séu allir sjö snæddir. Verðið tvöfaldast, ef fólk sýpur sérvalið vín með hverjum rétti. Ekkert à la carte er á staðnum. Hefði viljað sjá meiri stíl á matreiðslunni.