Vissi ekki – gat ekki

Punktar

Þótt Landsdómur hafi spilazt dauflega, kom samt þar fram meginlínan í stefnu yfirstéttarinnar. Samkvæmt Jóni Daníelssyni hagfræðingi er hún þessi: Ég vissi ekki, ég gat ekki, þetta er öðrum að kenna. Þetta eru einkunnarorð aumingja, sem stjórnuðu þjóðfélaginu á valdaárum Davíðs og Geirs. Allir eru þeir vesalingar sammála um þetta, pólitíkusar og ríkiskontóristar Flokksins og álitsgjafi ríkissjónvarpsins. Bráðum kemur í ljós, að dómarar Flokksins og yfirstéttarinnar eru sömu skoðunar. Einkunnarorð Flokksins eru því: Vissi ekki, gat ekki, öðrum að kenna. Ríkið rak stjórnlaust á valdaskeiði hans.