Dalai Lama norðursins

Punktar

Ólafur Ragnar Grímsson lætur Fletcher-skólann í Boston kynna sig sem Dalai Lama norðursins á ráðstefnu 26. marz. Eftir vonum er, að fríkaður ÓRG kynni sig sem eitt af stórhvelum veraldarsögunnar. Merkilegt er þó, að hann velur mann, sem hann neitaði sjálfur að tala við, þegar sá heimsótti Alþingi 2009. ÓRG var þá að gæta hagsmuna ofurbófanna í Kína, sem láta Dalai Lama fara í taugar sér. Sjálfshólið stingur því í stúf við hans eigin gerðir. Nær hefði hinu sjálfhverfa ofurmenni verið að kalla sig móður Theresu eða Sri Chinmoy norðursins. Sá síðari framdi nefnilega kraftaverk á Steingrími Hermannssyni.