Símtalið ónefnanlega

Punktar

Á Alþingi berst Sjálfstæðisflokkurinn gegn rannsókn á tugmilljarða flutningi gjaldeyris úr Seðlabankanum í Kaupþing nokkrum klukkustundum fyrir hrun. Í samræmi við þá stefnu Flokksins, að hætta eigi rannsókn á fortíðinni og snúa sér frekar að framtíðinni. Flokkurinn þolir ekki, að gerðir Davíðs og Geirs sé skoðaðar. Og alls ekki, að símtal þeirra á þessum síðustu klukkustundum fyrir hrun verði birt almenningi. Hitt höfuðmál flokksins núna er að bregða fæti fyrir nýja stjórnarskrá. Með aðstoð Geirsvinarins Ögmundar Jónassonar ráðherra, sem einn er fimmta herdeild Flokksins í herbúðum stjórnarinnar.