Ný stjórnarskrá dauðvona

Punktar

Bófaflokkar Sjálfstæðis og Framsóknar á Alþingi munu hindra atkvæðagreiðslu þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá. Munu gera það með málþófi í næstu viku. Ef ekki tekst að ljúka málinu þá, er það fallið á tíma. Kjósendur geta fyrst og fremst sakað þessa tvo flokka um útkomuna. Að hluta er þetta líka að kenna verkstjórn í þingnefnd og á Alþingi. Stuðningsmenn stjórnarinnar höfðu allan veturinn til að ýta málinu fram. En voru með allt niðrum sig fram á síðustu stundu. Þannig hafa kaupin of oft gerzt á eyrinni á þessu kjörtímabili. Mál koma of seint fram og stjórnarandstaðan fer létt með að blaðra þau í hel.