Paradís gangstera

Punktar

Kannski verð ég að hætta að heyra fréttir, svo svartur er veruleiki dagsins á Íslandi. Dómarar heimta, að ríkið skili sektarfé vegna samráðs olíufélaga. Dómarar telja skotárás í Bryggjuhverfi ekki vera morðtilraun. Sýslumaður hafnar lögmætri lögbannskröfu Talsmanns neytenda. Grínað er með leynisímtal Davíðs og Geirs nokkrum klukkustundum fyrir hrun, þegar áttatíu milljarðar hurfu úr Seðlabankanum, afgangur gjaldeyrissjóðsins. Sjálfstæði og Framsókn hindra þjóðaratkvæði í sumar um stjórnarskrá. Stjórnin fellur endanlega frá þjóðareign sjávarauðlinda. Ísland er orðið ónýtt land, paradís gangstera.