Fátækleg ferilskrá

Punktar

Nú kemur í ljós, að ríkisstjórnin nær ekki fleiri markverðum stefnumálum sínum fram á þessu kjörtímabili. Hún gengur til kosninga að ári með öll mál í uppnámi. Evrópusambandsaðild er sjálfdauð vegna erfiðra aðstæðna í sumum löndum sambandsins. Ný stjórnarskrá fellur á tíma í lok næstu viku. Ný lög um þjóðareign sjávarauðlinda ná ekki fram að ganga. Í staðinn mun stjórnin senn birta frumvarp um hækkun auðlindagjalds. Þjóðin bað um allt annað, klár ákvæði um þjóðareign. Stjórnin getur aðeins flaggað friðsamlegri sambúð við erlenda lánveitendur gjaldeyris og skammlausri stöðu efnahags- og fjármála.