Þóra glansaði í könnuninni

Punktar

Eftir skoðanakönnunina um fylgi forsetaframbjóðenda er einsýnt, að þrýsta þarf á Þóru Arnórsdóttur að bjóða sig fram gegn Ólafi Ragnari Grímssyni. Ég tek þó fram, að ég styð alla fimm hæstu í könnuninni. Fyrir utan Þóru þau Elínu Hirst, Salvöru Nordal, Pál Skúlason og Stefán Jón Hafstein. Mér sýnist þó ljóst, að Þóra hafi verið svo langhæst í könnuninni, að hún ein hafi góða möguleika á að sigra núverandi forseta. Hver svo sem fæst í framboð af þessum topplista, þá þarf að hvetja alla aðra til að halda sér til hlés. Ef alvöruframbjóðendur verða fleiri en tveir, er engin leið að velta Ólafi.