Öfgamenn nútímans

Punktar

Hryðjuverkamenn nútímans eru einkum vestrænir hermenn, er gera usla í þriðja heiminum. En ekki hinir, sem Nató kallar hryðjuverkamenn. Á sama hátt eru þeir ekki öfgamenn, er hafa aðra skoðun en álitsgjafar Sjálfstæðisflokksins. Náttúruverndarfólk vill stöðva verktaka-æðið, sem einkenndi árin fyrir hrun. Það vill efla verðmæti náttúrunnar, en ekki spilla henni á ýmsa vegu. Hafi einhver öfgastefnu í umhverfismálum, er það einmitt Sjálfstæðisflokkurinn. Ber ábyrgð á stóriðju-ofstækinu, sem hefur bakað þjóðinni ofsalegar skuldir, sáralitla atvinnu og ýktar hagsveiflur. Þær enduðu svo í margfrægu hruni.