Gamla Ísland hélt einn af þessum skrítnu þingfundum í alþingishúsinu í nótt. Ekki var hægt að greiða atkvæði um að vísa stjórnarskrármálinu til nefndar, því að þingmenn stjórnarandstöðunnar hlupu úr þinghúsinu. Það virtist koma illa skipulögðu stjórnarliði í opna skjöldu. Verkstjórn á þeim bæ er með afbrigðum léleg, bæði hjá þingflokksformönnum, nefndarformanni og forseta Alþingis. Þegar lélegri verkstjórn slær saman við klækjabrögð morfísinga, er ekki von á góðu. Eins og ég hef áður sagt mun stjórnarskrá fólksins falla á tíma. Um hana verða ekki greidd atkvæði samhliða forsetakosningum 30. júní.